Góð samskipti er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki á sviði almannatengsla og stjórnendaleitar.
Við aðstoðum skjólstæðinga okkar við að eiga góð samskipti, móta stefnu og finna rétta fólkið.
Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð
Í sinni einföldustu mynd felst samfélagsábyrgð í því að fyrirtæki, stofnanir og hverskyns skipulagsheildir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið.
Það er gengið inn að aftan, frá Lokastíg, upp tröppur inn á aðra hæð. Það eru næg bílastæði í nágrenninu. Bæði í bílastæðahúsum og á Skólavörðustíg og nálægum götum.
Við komum reglulega labbandi eða hjólandi en svo er líka lúxus að vera með einkabílastæði í miðbænum
Matur
Við borðum reglulega saman á Snaps... bæði af því að maturinn er góður en líka af því hann er í næsta húsi
Skemmtun
Við stofnuðum vinafyrirtækjasamband með nokkrum minni fyrirtækjum í nágrenni Skólavörðustígs. Við förum í happy hour, höldum árshátíð og fleira með þeim.
Vinnutími
Alla jafna 9-17 virka daga en bara til 15 á föstudögum
Búnaður
Við leggjum mikið upp úr því að vera með besta mögulega búnað við vinnuna og að vinnuumhverfið sé smekklegt og notalegt.